Archive for mars 13th, 2017

13.3.2017

Einstaklingsfrelsið í Svíþjóð

Á morgun ætla ég að stýra stuttum umræðum í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar The Swedish Theory of Love á norrænu kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Ég ræði þar við sænska félagsfræðinginn og heimspekinginn Åke Sandberg og Guðmund Jónsson sagnfræðing um efni myndarinnar.

Myndin sjálf hefur raunar verið frekar umdeild en hún byggir meðal annars á athyglisverðum fullyrðingum sem fram komu í bókinni Är svensken människa? frá árinu 2006. Í stuttu máli ganga höfundar bókarinnar gegn ríkjandi hugmyndum um Svíþjóð (sama orðræða oft hermd upp á Norðurlöndin) að þar sé allt bundið í klafa einhvers konar allsherjar sósíalisma þar sem enginn fær að blómstra sem einstaklingur. Þessari mynd af Svíþjóð er t.d. oft haldið fram í Bandaríkjunum þar sem fólk hefur útnefnt sjálft sig sem heimsmeistara í einstaklingsfrelsi.

Höfundar bókarinnar Är svensken människa? segja þetta engan veginn standast nánari skoðun.

read more »