Archive for maí, 2012

29.5.2012

Loreen ekki nógu sænsk

Þjóðernisíhaldsflokkurinn Sverigedemokraterna hefur lagt töluverða vinnu í það undanfarin ár að gera hreingerningu – alla vega yfirborðshreingerningu – í sínum röðum og hreinsa út öll viðhorf sem beinlínis teljast rasísk eða jafnvel nasísk og taka upp penari stefnu og orðræðu sem þó einkennist enn af málflutningi um innflytjendur sem skaðvalda og að allt sænskt sé best.

En öðru hvoru koma þeir þó upp um sig. Það gerðu þeir t.d. fyrir fáeinum árum síðan þegar að rannsóknarblaðamaður á vegum Sænska ríkisútvarpsins dulbjó sig sem stuðningsmann flokksins og fór í reisur með flokksforystunni með falinn hljóðnema. Þar kom m.a. í ljós að Sverigedemokraterna syngja enn nasistalög þegar þeir eru á djamminu og vísur sem hæðast að morðinu á Olof Palme.

Á laugardaginn kom svo einn forystumaður Sverigedemokraterna, Björn Söder flokksritari, enn einu sinni upp um sjálfan sig. Mestöll sænska þjóðin gladdist þá yfir glæsilegri frammistöðu söngkonunnar Loreen sem rétt í því hafði unnið Júróvisjón-söngvakeppnina fyrir Svía með fáheyrðum yfirburðum.

En Björn Söder gladdist ekki. Þegar sigurinn var ljós svaraði hann athugasemd á Facebook-síðu sinni um að Svíþjóð hefði unnið keppnina með því að skrifa: ,,Svíþjóð?“

read more »

23.5.2012

Bók um Sverigedemokraterna

Það er skammt stórra högga milli hjá mér í lestri á bókum sem tengjast sænskum stjórnmálum. Ég lauk í dag lestri greinasafns um sænska þjóðernisíhaldsflokkinn Sverigedemokraterna. Hér má lesa smá færslu um þá lestrarupplifun mína.

19.5.2012

Ævisaga Olofs Palme

Ég er nýbúinn með þykka og mikla ævisögu sænska stjórnmálamannsins Olofs Palme. Ég skrifaði smá umsögn um bókina og hana má lesa hér.